Dýrabær lifnar við hjá Netflix

The Rise of the Planet of the Apes og Hringadróttinssöguleikarinn Andy Serkis, hefur samið við Netflix myndveituna um að leikstýra nýrri kvikmynd upp úr hinni sígildu sögu George Orwell, Dýrabær, eða Animal Farm.

Fréttirnar berast núna aðeins nokkrum dögum eftir að tilkynnt var að Netflix hefði keypt aðra mynd Serkis, Mowgli, sem gerð er eftir sígildri sögu Richard Kipling, af Warner Bros. Það þýðir að tvær Serkis myndir eru nú komnar í hendurnar á streymisrisanum.

Dýrabær verður svokölluð leik-hreyfimynd ( Performance-Capture),  svipað og Planet of the Apes.

Serkis keypti kvikmyndaréttinn að Dýrabæ árið 2012, en þá ætlaði hann að vinna myndina fyrir sjónvarp.

Dýrabær er nóvella, eða stutt skáldsaga, og kom út árið 1945. Hún er myndlíking, eða allegóría, fyrir rússnesku byltinguna árið 1917, þar sem hópur dýra gerir uppreisn gegn bændunum á bænum. Eftir að þau ná fram sjálfstæði, þá stofna þau fyrirmyndarríki þar sem allir eiga að vera jafnir.

Fljótlega byrja þó einstaklingar með stór egó að verða aðsópsmeiri, og svínið Napóleón verður valdagráðugt, ryður burt keppinautum og verður einræðisherra.

Napóleon gefur síðan út nýja stjórnarskrá, en eitt þekktasta ákvæði hennar er: „Öll dýrin eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur.“

Serkis sagði í yfirlýsingu: „Við erum gríðarlega spennt að hafa loksins fundið myndinni heimili hjá Netflix.“