Dru hittir Gru í fyrstu stiklu fyrir Aulinn ég 3

Framleiðslufyrirtækin Universal og Illumination sendu í dag frá sér fyrstu stiklu í fullri lengd fyrir þriðju Despicable Me teiknimyndina. Í myndinni bætist ný söguhetja við, tvíburabróðir Gru; Dru.

Með aðalhlutverk sem fyrr fer Steve Carell, sem bæði Gru og Dru, og Kristen Wiig snýr sömuleiðis aftur í hlutverki Lucy. Trey Parker höfundur South Park teiknimyndaþáttanna, talar fyrir illmennið Balthazar, sem er fyrrum barnastjarna sem er orðinn heltekinn af persónu sem hann lék á níunda áratug síðustu aldar.

Skósveinarnir hundtryggu eru svo að sjálfsögðu á sínum stað.

Leikstjóri er Pierre Coffin og Kyle Balda.

Frumsýning hér á landi verður 7. júlí nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: