Drama og hrollur í nýjum Myndum mánaðarins

Septemberhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í septembermánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum.

Á forsíðum blaðsins eru tvær spennandi kvikmyndir sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu – annarsvegar er það íslenska dramað, hin stórgóða Lof mér að falla, og hinsvegar er það hrollvekjan The Nun, sem ætti að geta kallað fram kaldan svita hjá hrollvekjuaðdáendum.

Báðar myndir fara í almennar sýningar núna á föstudaginn.

Einnig má í blaðinu sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira, eins og stjörnuspá, gullkorn, bíófréttir, topplista og bíómiðaleik.

Smelltu hér til að lesa Myndir mánaðarins á kvikmyndir.is