Djöfladúkkan sigraði hug og hjörtu bíógesta

Djöfladúkkan Annabelle í hrollvekjunni Annabelle: Creation, kom sá og sigraði nú um helgina, bæði í kvikmyndahúsum hér á Íslandi sem og vestan hafs í Bandaríkjunum, en myndin fór ný rakleiðis á toppinn í báðum löndum. Í öðru sæti hér á landi lenti önnur ný mynd, myndin um ofurnjósnarann Lorraine Broughton í Atomic Blonde. Þriðja sætið féll svo toppmynd síðustu viku, Dunkirk, í skaut.

Ein ný mynd er á listanum til viðbótar, en það er heimildamyndin Out of Thin Air sem byggð er á Guðmundar og Geirfinnsmálunum.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: