Djammað á toppnum

Djamm-gamanmyndin 21 and Over, sem skrifuð er af sömu handritshöfundum og gerðu The Hangover, fór í toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans, sína fyrstu viku á lista. Önnur ný mynd, teiknimyndin um bláu kallana, Escape from Planet Earth, eða Flóttinn frá Jörðu, fór beint í annað sætið og í þriðja sæti listans er Beautiful Creatures, en hún er líka ný á lista.

Í fjórða sæti, og stendur í stað á milli vikna, er drama myndin Jagten frá Danmörku, en í fimmta sæti, og fellur úr fyrsta sæti, eru Bruce Willis og félagar í A Good Day to Die Hard. 

Ein önnur ný mynd er á listanum, en það er nýja íslenska myndin Þetta reddast eftir Börk Gunnarsson, en hún fer beint í áttunda sæti listans.

Sjáðu lista 28 vinsælustu bíómynda á Íslandi í síðustu viku hér að neðan: