Disney neglir niður frumsýningardaga

Við sögðum frá því um daginn að búið væri að ráða handritshöfund fimmtu Pirates of the Caribbean-myndarinnar. Núna er búið að negla niður frumsýningardag vestanhafs, eða 10. júlí 2015.

Disney hefur tilkynnt um fleiri spennandi frumsýningardaga. The Muppets 2 með Ricky Gervais í aðalhlutverki kemur út 21. mars 2014 og Maleficent, með Angelinu Jolie, hefur verið frestað um fjóra mánuði, til 2. júlí 2014.

Vísindaskáldsögutryllinn 1952 með George Clooney í titilrullunni lendir á hvíta tjaldinu 19. desember 2014. Leikstjóri verður Brad Bird sem hefur áður gert The Incredibles og Mission: Impossible – Ghost Protocol.