Disney látin

walt-disney-diane-disney-millerDiana Disney Miller, sem helgaði líf sitt góðgerðarstörfum, og var dóttir Walt Disney, lést á þriðjudaginn á heimili sínu í Napa í Kaliforníu í Bandaríkjunum, 79 ára að aldri. Miller datt og meiddi sig í september og náði sér aldrei eftir það.

Disney Miller var elsta, og eina líffræðilega dóttir Lillian og Walt Disney. Hún lagði sín þungu lóð á vogarskálar við þróun á Walt Disney tónleikahöllinni, sem hönnuð var af arkitektinum heimsfræga Frank Gehry sem opnaði árið 2004. Þegar Gehry reyndi að hætta við verkefnið árið 1997, þá sannfærði Disney Miller hann um að halda áfram, og sagði að gjafasjóður í nafni móður hennar yrði ekki notaður í verkefnið, nema Gehry yrði áfram arkitekt byggingarinnar.

Þegar Disney Miller fæddist þá skrifaði L.A. Times dagblaðið: „Mikki mús hefur eignast dóttur.“

Disney Miller lætur eftir sig eiginmanninn Ron Miller sem hún giftist árið 1954, en hann vann um árabil í stjórnunarstörfum hjá Disney fyrirtækinu. Síðan 1981 rak fjölskyldan vínbúgarð í Napa í Silverado.

Sharon Mae Disney, ættleidd systir hennar, lést árið 1993.

Miller Disney lætur eftir sig, auk eiginmannsins, sjö börn.

Stikk: