Deyr og lifnar endalaust við – Fyrsta stikla úr Edge of Tomorrow!

tom cruise emily bluntFyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd Tom Cruise, Edge of Tomorrow.

Í myndinni leikur Cruise hermann sem deyr í bardaga en lifnar alltaf við á ný til að taka þátt í sama vonlausa stríðinu, sem háð er við innrásarher úr geimnum. Það góða við það er að hann verður alltaf betri og betri í hvert sinn sem hann vaknar aftur til lífsins, og þar með hæfari í að takast á við geimverurnar.

Leikstjóri er Doug Liman og með helstu hlutverk önnur fara Emily Blunt og Bill Paxton.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin er væntanleg í bíó í vor.