DDR verður blóðug bardagaíþrótt

Nei, þetta er ekki faux-stikla, þetta er alvörunni kvikmynd um gengjastríð og harkalega Dance Dance Revolution-bardaga. Myndin er sjálfstæð endurgerð af samnefndri stuttmynd frá bræðrunum Jason Trost og Brandon Trost, en sá fyrrnefndi leikur einnig aðalhlutverk í myndinni. Myndin hefur hlotið R-stymplininn í bandaríkjunum (já, virkilega). Hér fyrir neðan er síðan hægt að sjá stikluna fyrir þessa sýru:

Ef þið eruð sólgin í meira, þá er alltaf hægt að horfa á fyrstu tíu mínúturnar úr myndinni. Þetta er fyrsta kvikmynd bræðranna í fullri lengd, en Brandon Trost hefur áður unnið við kvikmyndatöku fyrir myndir á borð við Halloween II, Crank: High Voltage og Ghost Rider: Spirit of Vengance.

Kvikmyndin ratar í bandarísk bíó nú í mars og eru þeir sem hafa séð hana á kvikmyndahátíðum á borð við SWSW, lofað hana sem tilvonandi költ-mynd. Öhm … hvað hafa lesendur að segja um þennan sérkennilega súra kjötbita.