Damon á Kínamúrnum – Fyrsta stikla úr The Great Wall!

Matt Damon er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Nú fyrr í vikunni var nýjasta Bourne myndin frumsýnd, Jason Bourne, með Damon í titilhlutverkinu, og væntanleg er sögulega stórmyndin The Great Wall eftir Zhang Yimou (Hero, House of Flying Daggers).

matt damon great wall

Fyrsta stiklan kom út í gær, en þar sjáum við Damon við ófriðlegar aðstæður uppi á Kínamúrnum og það er greinilegt að stríð er í vændum. Sprengingar, skrímsli og fleira, á þeim tíma í Kína þegar veggurinn mikli var í byggingu.

Myndin er byggð á sögu Max Brooks og Thomas Tull, og annar handritshöfundur er Tony Gilroy, sem hefur lengi unnið með Damon.

„Myndin gerist fyrir um 1.000 árum síðan. Myndin er í kjarnann búningamynd og spennumynd,“ sagði leikstjórinn í samtali við Entertainment Weekly. „Hið ævintýralega spilar þó stóra rullu útaf skrímslunum.  En það sem gerir myndina einstaka er að skrímslin eru ævaforn kínversk skrímsli. Við viljum að fólk upplifi atburðina eins og þeir hafi raunverulega gerst. Að skrímslunum undanskildum, þá er allt annað í myndinni stutt vísindalegum eða sögulegum rannsóknum.“

Myndin kemur í bíó hér á landi 24. febrúar nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan. Með önnur helstu hlutverk fara Willem Dafoe, Tian Jing, Eddie Peng, Andy Lau og Pedro Pascal.

The-Great-Wall-620x982