Cruise með þyrlu á City – United?

Tom Cruise er sagður svo æstur í að sjá nágrannaslag Manchester City og Manchester United í enska boltanum að hann ætlar að fljúga til borgarinnar með þyrlu.

Samkvæmt bresku slúðurblöðunum var það vinur hans David Beckham sem sagði að hann yrði að sjá leikinn og virðist Cruise ætla að taka hann á orðinu.

Cruise er staddur í Hertfordskíri á Englandi við upptökur á myndinni All You Need Is Kill. Samkvæmt fregnum hefur hann séð til þess að þyrla verði til taks svo hann geti komist á Etihad-leikvanginn í Manchester, sem er meira en 300 kílómetra í burtu frá tökustaðnum.

Cruise hefur í nógu að snúast því hann verður einnig viðstaddur frumsýningu Jack Reacher í London á mánudaginn.