Cruise mættur á The Mummy plakatið

Það er óhætt að segja að aðdáendur Tom Cruise hafi saknað hans sárlega á síðasta plakati myndarinnar The Mummy, sem væntanleg er í bíó 9. júní nk. Nú hefur hinsvegar verið ráðin rækilega bót á því, og kappinn er mættur í allri sinni dýrð á nýjasta plakatið.

Með frumsýningu The Mummy fer skrímslaheimur Universal kvikmyndaversins formlega af stað, en væntanlegar eru myndir í þeim myndaflokki, eins og The Creature of the Black Lagoon og The Invisible Man.

Sjáðu nýja plakatið hér fyrir neðan: