Crowe leikur geðsjúkan föður

russell_crowe_noahRussell Crowe hefur tekið að sér hlutverk í myndinni Fathers and Daughters, sem Gabriele Muccino mun leikstýra

Handrit myndarinnar skrifaði Brad Desch og er ástarsaga á milli feðgina sem búa í New York City, en sagan er sögð með 25 ára millibili.

Crowe leikur frægan rithöfund og ekkil sem á í erfiðleikum vegna geðsjúkdóms, á sama tíma og hann reynir sem best að ala upp 5 ára gamla dóttur sína. Myndin fjallar einnig um dótturina þegar hún er orðin 30 ára í nútímanum í Manhattan þar sem hún er að vinna úr erfiðum málum úr æsku sinni.

Ekki er búið að ráða í hlutverk dótturinnar.

Crowe lék nýverið í Man of Steel og sést næst í mynd Darren Aronofsky, Noah og í mynd Akiva Goldsman, Witner´s Tale.

Fyrsta mynd Crowe sem leikstjóra, The Water Diviner, er í undirbúningi einnig.

Aðrar myndir Muccino eru Seven Pounds og Playing for Keeps.