Crowe í viðræðum vegna The Mummy

Russell Crowe er í viðræðum um að leika í ævintýramyndinni The Mummy á móti Tom Cruise, samkvæmt frétt DeadlineNoah-Russell-Crowe

Myndin er væntanleg í bíó sumarið 2017.

Cruise leikur Tyler Colt, hermann í bandarísku sérsveitunum, sem þarf að glíma við afl langt aftur úr fortíðinni.

Sofia Boutella verður einnig í stóru hlutverki.

Alex Kurtzman leikstýrir myndinni sem verður sú fyrsta í Universal Monsters-heiminum sem kvikmyndaverið Universal er að skapa.