Cooper staðfestur í Guardians of the Galaxy

Það hefur nú verið staðfest að bandaríski leikarinn Bradley Cooper mun tala fyrir persónuna Rocket Raccoon í Marvel myndinni Guardians of the Galaxy, en tilkynning þess efnis var birt á heimasíðu Marvel nú fyrr í kvöld.

guardians

Rocket Racoon er vélbyssufretandi ofurhetju-þvottabjörn.

Hlutverkið er fyrsta hlutverk Cooper í ofurhetjumynd auk þess sem um er að ræða fyrsta talsetningarhlutverk hans.

bradleyTökur myndarinnar, undir leikstjórn James Gunn, eru nú þegar hafnar í Bretlandi. Cooper hittir fyrir fríðan flokk leikara í Guardians of the Galaxy; Chris Pratt, Benicio del Toro, Zoe Saldana, Glenn Close, Lee Pace, Michael Rooker og John C. Reilly eru öll í leikarahópnum, auk þess sem Vin Diesel hefur verið nefndur sem líklegur í hlutverk trjáskrímslisins Groot.

Disney hyggst frumsýna myndina 1. ágúst á næsta ári.

Næsta mynd Cooper er American Hustle sem leikstýrt er af leikstjóra Silver Linings Playbook, David O Russell, en Cooper var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd.

Sjáðu teikningu af Guardians of the Galaxy flokknum hér fyrir neðan af heimasíðu Marvel – smelltu á myndina til að sjá hana stærri:

51eb2de26e2d0