Chris Pratt í Guardians of the Galaxy

Marvel hefur ráðið Chris Pratt í aðalhlutverkið í Guardians of the Galaxy.

Pratt mun leika Peter Quill, öðru nafni Star Lord, sem á móður sem er jarðarbúi en föður sem er geimvera. Star Lord er leiðtogi hóps ofurhetja sem starfa sem laganna verðir á fleiri en einni plánetu. Joseph Gordon-Levitt hafði áður verið orðaður við hlutverkið.

Leikstjóri verður James Gunn og er myndin byggð á samnefndri myndasögu frá Marvel. Hún er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári.

Enn á eftir að ráða í hlutverk ofurhetjanna Drax the Destroyer, Groot og Gamora.

Pratt lék síðast í Zero Dark Thirty en sést næst á hvíta tjaldinu í sæðisgjafagrínmyndinni The Delivery Man ásamt Vince Vaughn.