Child ánægður með Cruise – myndband

Þegar Tom Cruise var upphaflega ráðinn í hlutverk í bíómynd sem byggð er á sögupersónunni Jack Reacher, sem er aðalhetjan í vinsælum spennusögum eftir Lee Child, töldu sumir að Cruise væri of ólíkur Reacher að líkamsburðum til að vera trúverðugur í hlutverkinu.

Paramount kvikmyndaverið bregst nú við þessum áhyggjum manna með því að tefla fram engum öðrum en Lee Child sjálfum í nýju myndbandi, þar sem hann lofar frammistöðu Cruise í hlutverkinu.

Skoðið atriði úr myndinni með viðtali við Child í þessu myndbandi hér að neðan:

Jack Reacher er leikstýrt af Christopher McQuarrie, og með önnur hlutverk fara m.a. Werner HerzogRosamund Pike, Richard Jenkins, David Oyelowo og Robert Duvall.

Myndin verður frumsýnd 21. desember í Bandaríkjunum, en 11. janúar hér á landi.