Chastain horfði á bannaðar myndir sem barn

IT: Chapter 2 leikkonan Jessica Chastain segir að mamma hennar hafi ekki alltaf verið „ofur ábyrg“ þegar hún var barn, þannig að Chastain fékk að horfa á kvikmyndir sem voru bannaðar, þó svo hún hafi haft af þeim beig.

Chastain segir: „Ég horfði á The Exorcist með mömmu þegar ég var mjög lítil. Mamma átti mig þegar hún var ung, þannig að hún var kannski ekki alltaf rosalega ábyrg. Ég var kannski sjö eða átta ára.“

„Ég man að ég settist niður í stofu og spurði mömmu, „Getum við slökkt?“ og hún sagði, „Nei, nei, nei, farðu bara upp í herbergi ef þú vilt ekki horfa.“
„En það var einmitt í rúminu í herberginu þar sem hún var andsetin af djöflinum [í The Exorcist ] ! Ég settist niður með mömmu og breiddi teppi yfir höfuðið. Mamma drepur mig fyrir að segja frá þessu.“

En leikkonan, sem er 42 ára gömul, og eignaðist dóttur með staðgöngumæðrun á síðasta ári ásamt eiginmanni sínum Gian Luca Passi de Preposulo – ætlar ekki að hafa sama slaka í uppeldinu og móðir hennar.

Hún sagði OK! tímaritinu breska: „Ekki séns. Ég myndi aldrei gera það. Sko, ég held að það hafi samt ræst úr mér og ég elska hrollvekjur, en ég velti fyrir mér hvort það sé af því að ég sá þær þegar ég var mjög ung.

„En samt sem áður þá fékk ég oft slæmar martraðir sem barn, þannig að ég myndi ekki leyfa barni að horfa á þessa mynd.“

Gerir njósnamynd

Jessica hefur haft í nægu að snúast síðustu mánuði, og hlakkar til að slaka á bráðum, þó það verði ekki alveg á næstunni. „Ég er að gera kvenkyns njósnamynd í London, þannig að ég hef flogið fram og til baka ítrekað á milli Bretlands og Bandaríkjanna. Ég held ég eigi ekki fríhelgi fyrr en í október í fyrsta lagi En ég bý úti í sveit, þannig að þar get ég átt hina fullkomnu helgi. Ég ann garðstörfum, og að fara á bændamarkaðinn. Ég elska matargerð. Ég hef mjög gaman af öllu sem jarðtengir mig.“