Nýjung á Íslandi – Kynntu þér Kvikmyndaleitarann


Í áraraðir hefur Kvikmyndir.is verið í sérflokki með birtingu sýningartíma bíóhúsa þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað.

Mjög hefur bæst í flóru streymisveitna hér á landi að undanförnu, og þar má nefna streymisveitur Símans, Sýnar, Rúv og Nova auk hinna erlendu Netflix, Viaplay og Disney +. Kvikmyndir.is hefur því aukið við þjónustu sína, og birtir nú yfirlit yfir það sem í boði er.

Við kynnum Kvikmyndaleitarann

Um er að ræða nýja undirsíðu á vefnum sem hefur gagnagrunn og leitarvél þar sem er hægt að fletta upp hvort bíómyndir séu aðgengilegar á streymisveitum eða skjáleigum á Íslandi.

Með þessari leitarsíu getur þú séð hvaða myndir eru meðal annars á eftirfarandi streymisveitum:

Disney+
Netflix
Vodafone
Stöð 2 Maraþon
Síminn
RÚV

Viaplay

Við stefnum að því að bæta við fleiri þjónustum á næstunni. 


Fleiri leiðir til að finna góðar myndir

Til dæmis ef þú vilt sjá:

Allar gamanmyndir með yfir 7 í einkunn og eru til á Netflix

Eða nýtt í vikunni á Netflix


Eða allar myndir sem til eru á leigunni hjá Stöð 2 og voru gefnar út milli 1980 og 1990


… eða bara allar teiknimyndir síðustu 10 árin


Einnig er hægt að skoða einhvern af þeim listum sem við höfum verið að búa til síðustu vikur.

Dæmi um einn slíkan eru hugbeygjandi myndir (e. mind bending)


Leitarvélin okkar er enn á betastigi og við viljum endilega fá að vita hvað ykkur finnst.

Endilega sendið okkur skilaboð á Facebook, hér fyrir neðan færsluna eða smellið á okkur línu á kvikmyndir@kvikmyndir.is