Þetta segja landsmenn um Skaupið: „Love love love á þetta skaup!“

Sitt sýnist alltaf hverjum um Áramótaskaupið um ár hvert og þykir mikið sport að deila um gæði þess. Má þó segja að viðbrögð séu almennt í jákvæðari kantinum þetta árið, af fyrstu tístum landsmanna að dæma.

Í Skaupinu var farið yfir góðkunnug mál með óvæntum uppákomum á meðan gert var upp það undarlega ár sem 2020 var. Á þessum 65 mínútum var gert stólpagrín að þríeykinu, áhrifum COVID á samfélagið, Bubba Morthens, Helga Björns, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, skemmtanalífinu og – vitaskuld – Birni Inga hjá Viljanum, svo aðeins fáein dæmi séu nefnd.

Að venju streymdu inn líflegar athugasemdir á Twitter, fjölmörg undir myllumerkinu #skaupið, sem Íslendingar létu falla á meðan grínið var sýnt á RÚV.

Hér má sjá brot af því besta en betri tíst og verri má finna á samskiptamiðlinum Twitter.

https://twitter.com/ImDown4dat/status/1344787487391150082
https://twitter.com/sveinsson23/status/1344787650964840451
https://twitter.com/jonahnig/status/1344787240656973824
https://twitter.com/LaufeyH/status/1344781816880918531
https://twitter.com/MundurV/status/1344783733434544129
https://twitter.com/Inga_toff/status/1344787174894546944
https://twitter.com/grildur/status/1344782520479571968
https://twitter.com/sveinsson23/status/1344784092659916801
https://twitter.com/Inga_toff/status/1344788215585243136
https://twitter.com/KristinnRik/status/1344782494546194434