Bíóin bregðast við hertum reglum

Íslensk kvikmyndahús hafa gripið til viðeigandi ráðstafana vegna nýrra frétta af hertum aðgerðum eftir fjölgun kórónusmitaðra í samfélaginu á síðustu dögum. Þá verður starfsemin með svipuðu sniði og í vor þegar hámarksfjöldi á samkomum var 100 manns.

Bíóin munu tryggja rúmlega tveggja metra bil á milli sæta og verði aldrei fleiri en 100 manns í sal. Þar að auki verður séð til þess að aðgengi að handþvotti og handspritti verði gott og minnkar sætaframboð í sölum eftir stærð þeirra.

Ríkisstjórnin kynnti í gær sóttvarnaraðgerðir í tíu liðum en staðfest virk smit voru í gær 39, þar af tvær hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.