Saw-myndinni með Chris Rock frestað

Hasartryllirinn Spiral: From the Book of Saw mun ekki prýða bíótjöld Íslands næstkomandi maí. Ástæðan er vitaskuld vegna COVID-19 og hefur þróun mála, tilheyrandi samkomubönn og óvissa framundan leitt til fjölda frestana síðustu vikur. Nú er annars vegar farið að hríðfalla af bíóplani sumarmynda. Spiral átti að vera þar á meðal.

Spiral er sögð vera eins konar draumaverkefni Chris Rock, sem framleiðir einnig myndina. Hún er þó alveg aðskilin frá atburðarás hinna kvikmyndanna, sem eru átta talsins, en gerist þó í sama heimi. Rock leikur fyrrum lögregluþjónn, rannsóknarlögreglumanninn Ezekiel “Zeke” Banks, sem er fenginn til að rannsaka hrottalegt morð ásamt félaga sínum, nýliðanum. Morðin vekja upp slæmar minningar í borginni og smám saman áttar Zeke sig á því að morðinginn hefur sérstakan áhuga á honum.

Stiklan varpar betra ljósi á plottið og andrúmsloftið. Hún kemur á óvart.

Stikk: