Ómissandi kvikmyndir um útbreiðslu vírusa: „Svona getur of mikið af bíómyndaglápi farið með mann“

„Það er nú þannig á þessum viðsjárverðu tímum, að eitthvað verður maður að hafa sér til dundurs. Ég er ein af þeim sem bíð í ofvæni eftir öllum fréttum sem berast af þessari COVID-19 veiru og er alveg dauðhrædd við útbreiðslu hennar, hafandi frekar alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm.

EN – það þýðir ekki að ég sé orðin rúmliggjandi, með sængina dregna upp fyrir haus og voni að veiran finni mig ekki. Ekki alveg. Ég fór því að huga að því hvað væri nú hægt að gera til að stytta sér stundir og komst að því að ég gæti dottið í að horfa á uppáhalds bíómyndirnar mínar á nýjan leik, svona rifja upp kynnin.“

Þetta segir í pistli Sæunnar Tamar Ásgeirsdóttur, en hún birtir annað slagið greinar í svonefnda Kvikmyndahorni Sæunnar á vefnum Lady.is. Að þessu sinni eru vírusar, útbreiðsla, smit, sóttkví og „survivor skills í brennidepli. Hún tók saman lista yfir sextán af hennar uppáhalds kvikmyndum sem tengjast umræddu málefni.

„Ég var heilluð af því hve ein lítil breyta í samfélaginu gat sett allt á hliðina. Ég man enn hvað ég spegúleraði mikið í því hvað ótti og óvissa voru alltaf versti óvinur mannsins. Stundum gat það dregið fram það besta í fólki en hjá öðrum það versta, sérstaklega ef óttinn náði að eitra huga viðkomandi. Gott dæmi um hið síðara er vinur minn, hann Boromír í Hringadróttinssögu,“ segir Sæunn í greininni.

„Nóg um það, – ég gæti þulið lengi fyrir ykkur planið mitt ef slík uppvakninga árás myndi nú ske – svona getur of mikið af bíómyndaglápi farið með mann – ímyndunaraflið fer á flug.“

Eftirfarandi 10 kvikmyndir eru nefndar í úttekt Sæunnar ásamt fleirum, en pistilinn má lesa í heild sinni hér.

28 days later

2. World War Z

3. Children of men

4. I am legend

5. 10 Cloverfield lane

6. Quit place

7. Zombieland 1 og 2

8. Rise of the planet of the apes

9. 28 weeks later

10. Contagion