Endurgerð Síðustu veiðiferðarinnar í spilunum

Til stendur að endurgera gamanmyndina Síðasta veiðiferðin í Rúmeníu. Það er vefurinn Klapptré sem greinir frá þessu og þar segir að þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson hafa skrifað undir samning við framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film endurgerð myndarinnar. Viðræður standa einnig yfir við framleiðendur frá nokkrum öðrum löndum sem sýnt hafa áhuga á að endurgera myndina.

Síðasta veiðiferðin var gerð án opinberra styrkja og hafa yfir 35 þúsund Íslendingar séð myndina. Samkvæmt heimildum hefur endurgerðin verið í undirbúningi í talsverðan tíma.

Leikstjóri verður Valeriu Andriuta, en hann er kunnur leikari í Rúmeníu, lék meðal annars í hinum margverðlaunuðu kvikmyndum Beoynd the Hills og Graduation eftir Cristian Mungiu. Reyndir rúmenskir leikarar Serban Pavlu, Adrian Titieni og Adrian Paduraru hafa verið ráðnir í hlutverk.

Sjá einnig: Síðasti saumaklúbburinn í vinnslu