Þetta sögðu Íslendingar um Ráðherrann: „Það er ekki svona mikil gredda í pólitík“

Sjónvarpsþátturinn Ráðherrann hóf göngu sína í gærkvöldi og þar fer Ólafur Darri Ólafsson með aðalhlutverkið. Bregður hann sér í gervi háskólakennarans Benedikts Ríkarðssonar, sem er dreginn inn í pólitík, endar sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og verður í kjölfarið forsætisráðherra Íslands.

Eftir nokkra mánuði í starfi fer að bera á andlegum veikindum hjá honum og þá þarf samstarfsfólk hans að leggja stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni.

Með helstu hlutverk fara, auk Ólafs Darra, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Leikstjórar þáttanna eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson og handritshöfundar eru Birkir Blær Ingólfsson, Björg Magnúsdóttir og Jónas Margeir Ingólfsson.


Eins og vananum fylgir þegar nýtt íslenskt efni er afhjúpað gegnum sjónvarp stóðust margir hverjir ekki mátið að koma skoðunum sínum beint á Twitter.

Kvikmyndir.is tók saman ýmis skemmtileg ummæli á Twitter sem Íslendingar létu falla á meðan fyrsti þátturinn var sýndur í sjónvarpinu.


Úps?