Sjáðu stikluna úr endurgerð Hrúta

Fyrsta sýnishornið hefur verið opinberað fyrir kvikmyndina Rams, endurgerð Hrúta í leikstjórn Gríms Hákonarsonar. Það er Ju­les Duncan sem sér um handritið, sem er byggt á því upp­runa­lega, og er myndinni leikstýrt af Jeremy Sims. Þeir Michael Caton og Sam Neil fara með hlutverk bræðranna sem Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson léku í mynd Gríms.

Líkt og í upprunalegu myndinni segir sagan frá sauðfjárbændum og bræðrum sem búa hlið við hlið. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti en þrátt fyrir það hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.
Breska framleiðslufyrirtækið WestEnd Films sér um framleiðslu á kvikmyndinni og fóru tökur fram í vesturhluta Ástralíu, sem gegnir hlutverki sögusviðs endurgerðarinnar.

Kvikmyndin Hrútar sópaði til sín fjölda verðlauna, hérlendis sem erlendis. Hún hlaut 11 Edduverðlaun árið 2016, þar á meðal sem besta mynd ársins og þá hlaut myndin Un Certain Regard-verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes auk fjölda annarra verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

Áætlað er að frumsýna endurgerðina í ágúst í Ástralíu.

Ekki er enn vitað hvenær Íslendingar mega eiga von á gripnum.

https://www.youtube.com/watch?v=ek4lJ7ZtdOs
Stikk: