Ari Eldjárn með uppistand á Netflix

Uppistandið Pardon my Icelandic með hinum stórvinsæla Ara Eldjárn verður gefið út á streymisveitunni Netflix. Öruggt er að fullyrða að Ari sé fyrstur íslenskra grínista til að stíga á stokk á streyminu fræga en umrædd sýning var kvikmynduð sumarið 2019 í Þjóðleikhúsinu.

Á árunum 2017-2018 var uppistandið alls sýnt 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne International Comedy Festival í Ástralíu. Uppistand Ara hlaut frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum þegar það var frumsýnt og fékk meðal annars fjórar stjörnur í The Scotsman, stærsta dagblaði Skotlands.

Í dómum um sýninguna hefur meðal annars verið sagt:

„This is comedy gold that’s definitely not lost in translation.“
Arts Hub, Patricia Maunder

„Ari Eldjárn is a comedian from far-flung Iceland. You know, Iceland: Bjork, volcanoes, Vikings, snow. And apparently, excellent stand-up comedy.“
Herald Sun, Michel Ward

„After watching Ari Eldjárn you might find yourself saying things like: „Oh my goodness I’m being so Icelandic, or „I wish I was more like a Danish person.
The Scotsman, Claire Smith

„You don’t see too many jokes about the Faroese language being cracked on Live At The Apollo… but Eldjárn is good enough to make you think that one day, you will.“
Chortle, Steve Bennet

Útgáfudagur er 2. desember.

.