Horfðu á Jurassic Park með leikara myndarinnar í kvöld

Bandaríski leikarinn Joseph Mazzello mun horfa á Jurassic Park í kvöld og hvetur aðdáendur til að horfa á myndina með sér, í svonefndu glápspartíi (e. „watch party“) gegnum streymi.

Yfirlesturinn og streymið verður í boði kvikmyndaversins Universal og IGN á síðarnefndum vef. Þó verður það undir áhorfendum komið að útvega sér eintak af kvikmyndinni.

Mazzello, fyrir þá sem ekki vita, lék hinn góðkunna Tim Murphy í myndinni, sem lendir í ýmsum ævintýrum með Alan Grant og systur sinni, Lex. Áhorfsteitið með leikaranum hefst snemma í kvöld á staðartíma en á miðnætti (kl. 00:00) á íslenskum tíma. Mazzello mun spila myndina (utan skjás) og bjóða áhorfendum upp á yfirlestur í beinni þar sem hann deilir alls konar kostulegum sögum á bakvið tjöldin.

Leikarinn var 9 ára gamall þegar tökur stóðu yfir á Júragarðinum en á seinni árum hefur hann átt hlutverk í kvikmyndum á borð við The Social Network og Bohemian Rhapsody.

Stikk: