Buellerinn afhjúpaður

Í síðustu viku vöknuðu upp orðrómar og væntingar eftir að Matthew Broderick setti sig í spor Ferris Buellers á ný í dularfullri kitlu. Margir vonuðust eftir framhaldinu sem Broderick hafði sjálfur lengi neitað að myndi gerast og nú í dag var afhjúpað hvað var í rauninni í gangi:

Eins og þið sjáið er þetta auglýsing fyrir Hondu CR-V með basíska útgáfa af söguþráð myndarinnar Ferris Bueller’s Day Off þar sem Matthew Broderick leikur sjálfan sig í svipuðum aðstæðum og Ferris Bueller kom sér í.

Margir hafa lýst yfir vonbryggðum sínum að þetta er einungis markaðstól en varla er við öðru að búast. Maðurinn hefur ekki verið með sérstaklega eggjandi ferilskrá síðan á tíunda áratugnum *hóst* Godzilla, The Producers, Tower Heist *hóst* en þetta er þó satt að segja lúmskt skemmtileg auglýsing. Fannst nýja útgáfan af „listasafnsstörunni“ klárlega vera það besta í auglýsingunni.

í ljós kemur einnig að leikstóri The Hangover og Old School, Todd Phillips, leikstýrði auglýsingunni. Greinilega var mikill metnaður á bakvið þetta en er ekki ansi ljótt að leika sér með væntingar aðdáenda sem klárlega langaði í framhald en ekki auglýsingabrellu?

CHU-cka-chu-CKAAAAHHHH…