Broskall í vanda – Sjáðu fyrstu stiklu úr The Emoji Movie

Sony hefur sent frá sér fyrstu stiklu í fullri lengd úr broskallamyndinni, eða The Emoji Movie, en hún fjallar um, eins og nafnið gefur til kynna, broskallana sem flestir kannast við úr símum og samskiptaforritum ýmiss konar.

Leikstjóri er Anthony Leondis og ýmsir frægir leikarar koma við sögu eins og t.d. Sir Patrick Stewart sem kúka broskallinn.

Aðeins eru nú um þrír mánuðir fram að frumsýningu ( 25. ágúst ) og því er ekki seinna vænna að fara að kynna myndina og allar hinar ólíku persónur til leiks af fullum krafti.

Miðað við það sem sjá má í stiklunni þá virðist persóna Deadpool og Office Christmas Party leikarans T.J. Miller, Gene,  vera aðalsöguhetjan, en hún sýnist vonsvikin yfir að geta aðeins sýnt ein svipbrigði.

Allt fer handaskolum þegar Gene geiflar andlitið vitlaust af slysni og er sendur í skilaboðum þar sem hann lendir í einhverskonar tómarúmi,  þar sem ónotaðir “lúða” broskallar enda.

Þar hittir hann Hi-5 (James Corden) og Jailbreak (Anna Farris) og fer í mikla leit að sínum rétta stað í veröldinni.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: