Bridget Jones 3 frumsýningardagur ákveðinn

bridgetFrumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir þriðju Bridget Jones myndina, en þessi viðkunnalega persóna úr bókum Helen Fielding kemur nú í bíó á ný eftir 12 ára hlé.

Frumsýning er áætluð 16. september 2016.

Renée Zellweger og Colin Firth snúa bæði aftur í hlutverkum sínum, Zellweger sem Bridget Jones og Firth sem Mark Darcy. Sharon Maguire, sem leikstýrði upprunalegu myndinni, leikstýrir þessari sömuleiðis.

Myndin fjallar um nýjan kafla í lífi Bridget, en hún verður óvænt ólétt í þessari þriðju mynd.

Patrick Dempsey kemur nýr inn í leikhópinn.

Fyrsta myndin, Bridget Jones’s Diary, var frumsýnd í apríl 2001, og sú næsta, Bridget Jones: The Edge of Reason, var frumsýnd í nóvember 2004.