Bridget Jones 3 á leiðinni

Fyrr á þessu ári var sagt frá því að rithöfundurinn Helen Fielding væri með þriðju Bridget Jones´s Diary bókina í smíðum, en fyrri bækurnar tvær eru metsölubækur og vinsælar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir þeim báðum. Nú hefur verið staðfest, að því er fram kemur í Entertainment Weekly, að kvikmynd númer þrjú sé einnig á leiðinni. Myndin hefur fengið grænt ljós hjá Universal Pictures og Working Title films, segir í blaðinu.

Fyrsta myndin, sem gefin var út árið 2001, var með Renée Zellweger, Hugh Grant og Colin Firth í helstu hlutverkum og sló í gegn um allan heim, og þénaði einar 554,4 milljónir Bandaríkjadala. Framhaldið, Bridget Jones: The Edge of Reason var síðan frumsýnt árið 2004.

Fyrr á þessu ári gaf Fielding í skyn að Bridget, í miðri fertugsaldurs – barnakrísu, yrði miðpunktur í nýju skáldsögunni, en þó var Fielding óviss um á þeim tíma hvort þriðja sagan og þriðja myndin, myndu vera með sama söguþráð.