Bohemian Rhapsody heillaði landann

Rami Malek, Mike Myers og félagar í tónlistarkvikmyndinni Bohemian Rhapsody heilluðu íslenska bíógesti svo um munaði nú um helgina, en myndin fór ný á lista rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Toppmynd síðustu viku, A Star is Born, laut í gras, og fellur niður í annað sæti listans.

Ný mynd er einnig í þriðja sætinu, en þar er á ferðinni ævintýramyndin The Nutcracker and the Four Realms.

Ein ný mynd er á listanum til viðbótar, en það er rómantíska dramað Cold War, sem sýnd er í Bíó paradís.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: