Blóðhefnd í heilt ár: Brennandi málefni í íslensku samfélagi

Fjórði í Blóðhefnd hefur nú formlega verið skjalfestur og það þýðir að fyrsti mánuðurinn af tólf er afstaðinn. Enn hafa þáttastjórnendur Poppkúltúrs rétt náð að skafa ofanaf brotabroti af öllu því sem einkennir meistaraverkið, hvað það segir um lífið og hvernig mörkin á milli veruleika og afþreyingar eru farin að síast í eitt hjá strákunum. Átakið er þegar farið að taka óvæntari stefnu en áður var áætlað.

Eins og áður hefur verið greint frá er um að ræða sérstaka aukasyrpu hlaðvarpsins þar sem til stendur að horfa á íslensku költ-hasarmyndina í hverri viku, í heilt ár. Í lýsingu hasarmyndarinnar á skjáleigum kemur fram að innihaldið tækli „brennandi málefni í íslensku samfélagi“ – en þessi málefni verða grandskoðuð m.a.

Að þessu sinni er komið að því að ræða andlegt ferðalag Trausta (harðhaussins í túlkun leikstjórans), hvað það er sem keyrir hefndarþorstann og hvað gerir hann að brotnum bjargvætti. Einnig er ljóst að einhver skekkja leynist þarna hvað trommukunnáttu yngri bróðursins varðar og hvernig hann ákvað að slæpast með föntunum þrettán.
Óleysta ráðgátan með mjólkina reynist áfram meira marglaga en sérfræðingar töldu, sérstaklega þegar rætt er týnda köttinn á heimilinu.

Sem bónus er einnig lagt í þá rannsókn að kanna hvort myndin sé við hæfi hunda eða ekki.

Hér að neðan má finna innslögin (þann nýjasta gegnum Spotify) á fyrsta mánuði ‘dagbóka Blóðhefndar.’

03 – Ó, María, mig langar heim

02 – Mjólk er óð

01 – Djöfull er költ hérna

Blóðhefnd er aðgengileg á skjáleigu Stöðvar 2 og bæði má nálgast helstu þætti og aukaþætti Poppkúltúrs á öllum betri hlaðvarpsveitum.