Björgunarmenn mæta í búningum í Bíó Paradís

Norð Vestur – björgunarsaga, heimildamynd eftir Einar Þór Gunnlaugsson, er nú á þriðju sýningarviku í Bíó Paradís og hefur aðsókn verið jöfn og stöðug, að því er fram kemur í tilkynningu frá bíóinu.
Í kvöld þriðjudag er gert ráð fyrir stórum hóp björgunarsveitarmanna úr Kópavogi sem mun mæta í merktum fatnaði sveitanna. Með almennum gestum má gera ráð fyrir allt að 100 manna sýningu og að sveitin setji mikinn svip á kvöldið. Björgunarsveitarmenn hafa áður vakið athygli í hópferðum en þeir fjölmenntu á sýningar Norð Vesturs í Keflavík og á Selfossi í sl. viku, að því er segir í tilkynningunni.

Aukasýning er á Ísafirði á morgun Miðvikudag.

Stikk: