Billy Crystal frumsýning einnig felld niður

Eins og við sögðum frá fyrr í dag var formlegri frumsýningu myndarinnar Jack Reacher með Tom Cruise í aðalhlutverki frestað í Bandaríkjunum vegna voðaverkanna í Sandy Hook grunnskólanum í Newtone í Connecticut í Bandaríkjunum í gær.

Það sama á við um nýjustu gamanmynd Billy Crystal, Bette Midler og Marisa Tomei, Parental Guidance, en frumsýningu hennar var einnig frestað í ljósi atburðanna.

„Í ljósi hinna hræðilegu atburða í Newtown í Connecticut, þá hættum við við frumsýningu, blaðamannafund og eftirpartý, fyrir Parental Guidance frumsýninguna, sem átti að fara fram í miðborg Los Angeles í dag,“ sagði talsmaður Twentieh Century Fox við blaðamenn.