Bill verður bangsinn Baloo

Í gær sögðum við frá því að Christopher Walken yrði apinn Louie í nýju Disneyteiknimyndinni sem verið er að gera upp úr sögu Rudyard Kipling, Skógarlífi, og nú hefur annars snillingur bæst í hópinn, enginn annar en Groundhog Day gamanleikarinn Bill Murray, sem mun tala fyrir vin aðalhetjunnar Mowgli, björninn Baloo.

baloo og mowglii

Aðrir staðfestir leikarar í myndinni eru Ben Kingsley ( Iron Man 3 ) sem talar fyrir svarta pardusdýrið Bagheera, Lupita Nyong´o ( 12 Years a Slave ) sem er úlfamóðirin Raksha, Idris Elba ( Long Walk to Freedom og Luther ) verður hinn slóttugi tígur Shere Khan, og Scarlett Johansson ( Lucy ) verður kyrkislangan Kaa.

Hinn 10 ára gamli Neel Sethi mun leika aðalhlutverkið, hlutverk skógardrengsins Mowgli.

Leikstjóri er Jon Favreau ( Iron Man 1  og 2 og Chef )

Myndin er væntanleg í bíó 9. október 2015

Þess má geta að einnig er í bígerð leikin Skógarlífsmynd sem Gollum leikarinn Andy Serkis ( Dawn of the Planet of the Apes ) leikstýrir, sem verður fyrsta myndin í fullri lengd í hans leikstjórn. Von er á þeirri mynd í bíó 21. október 2016.