Bill Murray með á trúlofunarmynd

Bill Murray stillti sér óvænt upp á ljósmynd með nýtrúlofuðu pari á dögunum. Bill Murrey  credit twitter user

Atvikið átti sér stað í borginni Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum skömmu eftir trúlofun Ashely Donald og Erik Rogers.

„Ég lét parið setjast  í stigann og gera sig tilbúið fyrir myndatöku þegar ég heyrði fólk tala fyrir aftan mig. Þegar ég horfði í gegnum linsuna fannst mér parið vera undrandi og ekki einbeitt,“ sagði ljósmyndarinn Raheel Gauba frá Fia Forever Photography, sem tók myndina, á bloggsíðu sinni.

„Ég hugsaði með mér : „Það er einhver að angra þau“ – þegar ég sneri mér við og sá Hr. Murray standa þarna búinn að draga skyrtuna upp með belginn út í loftið sem hann slær frekar hátt til að fá parið til að hlæja,“ sagði hún.

„Ég var auðvitað mjög undrandi og bauð Hr. Murray að vera með á einni mynd.“

Ashley Donald birti myndina svo á Twitter-síðu sinni.

Hinn 64 ára Murray er sjálfur tvífráskilinn.

 

 

Stikk: