Barrymore vill mannakjöt í nýjum Netflix þáttum

Hefur þig einhverntímann dreymt um að sjá leikkonuna Drew Barrymore í hlutverki fasteignasala sem breytist í uppvakning? Ef svo er, þá geturðu látið þann draum rætast og horft á nýja þætti á Netflix sem heita Santa Clarita Diet, en þar leikur Barrymore á móti Timothy Olyphant.

santa-clarita-diet-drew

Þættirnir fjalla um hjónin og fasteignasalana Sheila og Joel. Þau lifa ósköp venjulegu lífi í úthverfinu, en allt fer á annan endann þegar Sheila deyr, ælir upp úr sér innyflunum og byrjar að fá óstjórnlega löngun í mannakjöt.

Miðað við stikluna sem er hér að neðan, þá munu hjónin láta réttlæti sitt bitna á „þeim sem eiga það skilið“ – og hrottaleg morð og blóðsúthellingar upphefjast.

Þáttaserían er ein af mörgum sem fara í gang á þessu ári á Netflix, en einnig hefjast sýningar á Iron Fist og Star Trek: Discovery á árinu.

Auk þeirra Barrymore og Olyphant þá fer sjálfur Castle, eða Nathan Fillion með stórt hlutverk í þáttunum.

Santa Clarita Diet kemur á Netflix 3. febrúar nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: