Baltasar á tökustað 2 Guns – Myndband

Hollywoodleikstjórinn Baltasar Kormákur sést í nýju 2 Guns myndbandi að segja stórleikurunum Denzel Washington og Mark Wahlberg til á tökustað myndarinnar, en þeir leika aðalhlutverk í myndinni sem verður frumsýnd nú í byrjun ágúst.

2 guns denzel wahlberg

Í myndbandinu eru sýnishorn úr myndinni, stutt viðtöl við framleiðanda myndarinnar, við leikarana og við Baltasar sjálfan.

Sjáðu myndandið hér fyrir neðan:

2 Guns er gerð eftir teiknimyndasögu Steve Grant. Myndin verður frumsýnd 2. ágúst í Bandaríkjunum og fimm dögum síðar hér á landi. Aðrir leikarar eru m.a. Bill Paxton, Paula Patton, James Marsden, Edward James Olmos og Evie Thompson.

baltasar 2

 

Myndin fjallar um eiturlyfjalögreglumann og mann úr leyniþjónustu sjóhersins sem fá það verkefni að rannsaka hvorn annan. Þeir komast síðan að því að mafían stendur á bakvið málið allt – sem er einmitt aðilinn ( þ.e. mafían ) sem báðir menn telja sig hafa verið að stela pening af.

bill paxton olmos paula patton paxton 2