Aukaefni fyrir Hulk 2!

Við höfum sett inn skemmtilegt aukaefni fyrir The Incredible Hulk sem gaman er að kíkja á og hægt er að sjá á „heimasíðu“ myndarinnar hér á Kvikmyndir.is – http://kvikmyndir.is/mynd/?id=4125.

Efsta myndbandið er mjög stutt og sýnir aðeins hönnunina á Hulk karakternum fyrir nýju myndina.

Myndbandið í miðjunni er 10 mínútur af lengd og sýnir marga sem komu að myndinni tala um hana og hvernig gekk að gera hana. Mjög skemmtilegt og í uppáhaldi hjá undirrituðum þennan daginn!

Neðsta myndbandið sýnir Edward Norton tala aðeins um myndina.

Eins og ég sagði hér fyrir ofan, aukaefnið er hægt að sjá hér!