Áttundi í Blóðhefnd: Spurning um tíma

Spennu- og stuðmyndin Blóðhefnd virðist enn gefa og gefa og virðist listinn lengjast í sífellu með tilraunum til mismunandi glápsumhverfa. Stjórnendur hlaðvarpsins Poppkúltúr eru farnir að líta á áskorun sína í nýju ljósi en margt er um stöðu mála að segja í þetta skiptið.

Um mitt sumar og á áttunda í Blóðhefnd er sviðsljósinu aðeins beint að honum Magga, hvernig hann vefst inn í þessa fríkuðu atburðarás og hversu fljótt hann er kominn í morðóðan gír. Auk þess er verulega stórt spurningarmerki sett við það magn upplýsinga sem hann kveðst ekki búa yfir.

Þá er tímarammi framvindunnar líka skoðaður, sem og vafasamt gangverk glæpakóngsins Benna – og hans snarfurðulegu einkenni.

Innslagið má nálgast gegnum Spotify hlekk hér að neðan.