Ástin blómstrar á toppnum

Íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu er á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Myndin var sýnd í tíu sölum um síðustu helgi og 1.239 manns mættu í bíó til að horfa á myndina, sem er ástarsaga eins og þær gerast bestar.

Ástin er sterk.

Í öðru sæti er nýuppfærð útgáfa af Marvel myndinni Spider-Man: No Way Home en nú er hún samtals búin að vera í þrjátíu og níu vikur á lista, gerir aðrar myndir betur!

Þriðja sætið fellur í skaut keppinautanna í DC Comics, teiknimyndarinnar DC League of Super-Pets.

Andinn númer 7

Nýja myndin sem frumsýnd var um helgina, um konuna sem finnur anda í flösku sem veitir henni þrjár óskir, Three Thousand Years of Longing, fór beint í sjöunda sæti listans.

Þá fór íslenska hrollvekjan It Hatched, einnig ný á lista, rakleiðis í tólfta sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: