Ash verður ekki í nýju Evil Dead myndinni

Aðdáendur klassísku hryllingsseríunnar The Evil Dead geta andað aðeins léttar í dag; Bruce Campbell skrifaði á Twitter í gær að karakterinn sem hann gerði ódauðlegan, Ash, mun ekki koma fram í endurgerðinni af upprunalegu Evil Dead myndinni. Hann bætti einnig við að allir viðstaddir væru hæstánægðir með áttina sem endurgerðin er að fara í.

Fyrir þá sem ekki vita þá var ákveðið árið 2007 að endurgera fyrstu Evil Dead myndina, sem kom út fyrir 30 árum, og er upprunalegi leikstjóri seríunnar, Sam Raimi, að framleiða hana. Campbell staðfesti að hann myndi einnig sjá um framleiðslu myndarinnar og jafnvel fá hlutverk (sem „mjólkurmaðurinn“) en síðan þá hafa aðdáendur velt því fyrir sér hver muni feta í gríðarstóru fótspor Campbells.

Handritshöfundur Jennifer’s Body, Diablo Cody, er að fara yfir handritið ásamt Raimi og mun Fede Alvarez leikstýra en þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd. Það verður áhugavert að sjá hvort að útilokun Ash þýði að Alvarez vilji losna við kolsvarta húmorinn og „slæmu“ fimmaurabrandarana sem einkenndu myndirnar til að byrja með. Enn hefur enginn útgáfudagur verið staðfestur en að öllum líkindum eru ennþá eitt til tvö ár í myndina.