Aniston verður meðferðarfulltrúi

Jennifer Aniston hefur tekið að sér hlutverk meðferðarfulltrúa sem á móður sem er í áfengismeðferð, í gamanmyndinni She´s Funny That Way ( einnig þekkt sem Squirrels To Nuts ) sem leikstýrt verður af Peter Bogdanovich.

Bogdanovich og Louise Stratten skrifa handritið.

Aðrir leikarar í myndinni verða Owen Wilson, Jason Schwartzman, Cybil Shepherd, Eugene Levy, Kathryn Hahn og Brie Lawson. 

Tökur myndarinnar hefjast í júní nk. í New York.

Í myndinni She´s Funny That Way segir frá kvæntum leikstjóra á Broadway sem Owen Wilson leikur, sem fellur kylliflatur fyrir leikkonu og fyrrverandi vændiskonu, og hjálpar henni að ná lengra á framabrautinni.