American Sniper stikla – Cooper miðar á dreng

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd Clint Eastwood, American Sniper, og það er óhætt að segja að hún sendi kaldan hroll niður bakið á manni.

cooper

Í stiklunni fáum við innsýn í aðalpersónu myndarinnar, Chris Kyle, í túlkun Bradley Cooper, afkastamestu leyniskyttu í sögu Bandaríkjanna, og maður fær að kynnast hverskonar ákvörðunum hann hefur þurft að standa frammi fyrir á ferli sínum sem sérsveitarmaður, e.  Navy SEAL.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: