Aladdin aftur á toppi aðsóknarlistans

Disneyævintýramyndin Aladdin hélt stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð, þrátt fyrir tvær nýjar vinsælar myndir í bíó, Godzilla: King og Monsters, sem var næst vinsælasta kvikmynd helgarinnar, og Rocketman, myndina um tónlistarmanninn Elton John, sem var sú þriðja vinsælasta.

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Booksmart fer beint í níunda sæti listans og í 16. sætinu situr núna Steve Carell myndin Beautiful Boy.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: