Áhorfendur í Japan sungu með Hugh Jackman

Ástralski leikarinn Hugh Jackman sem leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni Les Misérables, eða Vesalingunum, var staddur í Tókíó höfuðborg Japans í gær til að kynna myndina. Á twitter síðu sinni lýsir Jackman ánægju með sýninguna: „Einstök sýning í Tókíó með fólkinu af staðnum sem vann í myndinni. Það var ótrúlegt að syngja með öllum áhorfendunum!“

Jackman setti svo myndina hér að neðan inn á Twitter í næstu færslu:

Í texta undir myndinni þakkar hann síðan meðleikkonu sinni í Wolverine ,Tao, [ sem er með honum á myndinni ] fyrir að mæta á sýninguna.