Af hverju heitir Superman Man of Steel?

Handritshöfundur og einn af framleiðendum Superman myndarinnar Man of Steel, David S. Goyer, ræðir um það í nýlegu Empire podcasti, af hverju myndin heitir Man of Steel, en ekki Superman.

man of steel andlit

„Við ákváðum að kalla myndina ekki Superman, það var með ráðum gert. Chris [Nolan] og ég [lögðum til] nafnið Man of Steel, og Warner Bros. sagði,“af hverju“? Og við byrjuðum að tala um það, og sögðum, „Við viljum með þessu draga línu í sandinn til að greina á milli þess gamla og nýja.“

„Við vissum alltaf að við myndum nota Superman merkið eða skjöldinn eins og við köllum það en Man of Steel átti einnig að tákna okkar framsetningu, að hann sé maður, en hann er ekki maður af holdi og blóði.  Í myndlíkingu þá er hann stálmaður. Þannig er þetta svona í hnotskurn.“

Hægt er að hlusta á podcastið hér fyrir neðan:

Stikk: