Afhverju eru vondu kallarnir ekkert vondir?

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Heimabíó er lentur á allar helstu veitur. Þessa vikuna halda Sigurjón og Tryggvi áfram í Fast And The Furious maraþoninu en nú er komið að 2 Fast 2 Furious eftir John Singleton.

Eins og við sögðum frá á dögunum þá er Sigurjón algjör kvikmyndanjörður, en Tryggvi hefur varla séð neina mynd svo heitið geti.

Í 2 Fast 2 Furious er fyrrverandi lögreglumaðurinn Brian mættur til LA og strákarnir fylgja með.

Þurfa að tala spænsku í þriðju hverri setningu

Sigurjón og Tryggvi velta fyrir sér afhverju Hollywood getur ekki skrifað s-amerískar persónur án þess að þær tali spænsku í þriðju hverri setningu.

Hvar er Dominic Torretto og afhverju eru vondu kallarnir ekkert það vondir?

Fylgstu með Heimabíó og vertu með í spjallinu um mynd vikunnar.